Svíar settu áhorfendamet

Stina Blackstenius var á skotskónum sem endranær.
Stina Blackstenius var á skotskónum sem endranær. AFP

Sænska kvennalandsliðið í knattspyrnu undirbýr sig nú fyrir EM 2022 sem hefst á Englandi í næstu viku. Á þriðjudag mætti liðið Brasilíu í vináttulandsleik á Friends-leikvanginum í Stokkhólmi og þar var sett áhorfendamet.

33.218 áhorfendur lögðu leið sína á völlinn og hafa aldrei jafn margir mætt á heimaleik hjá sænska kvennalandsliðinu.

Svíþjóð þakkaði stuðninginn með góðum 3:1-sigri þar sem Johanna Kaneryd, Lina Hurtig og Stina Blackstenius skoruðu fyrir heimakonur eftir að Debinha hafði komið Brasilíukonum yfir.

Svíþjóð er í C-riðli EM 2022 með ríkjandi Evrópumeisturum Hollands, Portúgal og Sviss.

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 11. ÁGÚST

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 11. ÁGÚST

Útsláttarkeppnin