Mótherjar Íslands unnu stórsigur

Kadidiatou Diani skorar annað marka sinna í kvöld.
Kadidiatou Diani skorar annað marka sinna í kvöld. AFP/Franck Fife

Frakkland, sem er með Íslandi í riðli á EM 2022 í knattspyrnu kvenna, lenti ekki í nokkrum vandræðum með Víetnam þegar liðin mættust í vináttulandsleik í kvöld. Lokatölur urðu 7:0.

Frakkar voru komnir í 6:0 þegar flautað var til leikhlés.

Kadidiatou Diani skoraði tvívegis í fyrri hálfleiknum auk þess sem Delphine Cascarino, Sandie Toletti, Marie-Antoinette Katoto og Clara Matéo komust allar á blað.

Um miðjan síðar hálfleikinn rak Aissatou Tounkara smiðshöggið með sjöunda markinu.

Ísland mætir Frakklandi í D-riðli EM 2022 á Englandi í Rotherham þann 18. júlí næstkomandi, sem er lokaleikur beggja liða í riðlinum sem inniheldur einnig Ítalíu og Belgíu.

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 10. ÁGÚST

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 10. ÁGÚST

Útsláttarkeppnin