Tók landsliðið fram yfir brúðkaup Gylfa Þórs

„Það kom mér mjög mikið á óvart þegar ég var valin í landsliðið í fyrsta sinn,“ sagði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, í Dætrum Íslands, vefþætti mbl.is sem fram­leidd­ur er af Studio M.

Karólína, sem er tvítug, lék sinn fyrsta A-landsleik gegn Finnlandi í júní 2019, þá 17 ára gömul, en í dag hefur hún leikið 19 landsleiki þar sem hún hefur skorað 7 mörk.

„Á sama tíma missti ég af rosalega brúðkaupi frænda míns sem var haldið á Ítalíu en svo pældi ég lítið í því eftir á því það var ótrúlega mikilvægt fyrir mig að fá þennan fyrsta landsleik og koma þannig landsliðsferlinum af stað,“ bætti Karólína Lea við en Gylfi Þór Sigurðsson, einn besti knattspyrnumaður sem Ísland hefur átt, er móðurbróðir hennar.

Karólína Lea er í nærmynd í áttunda þætti af Dætrum Íslands en hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan.

Gylfi Þór Sigurðsson gekk í það heilaga við Como-vatn á …
Gylfi Þór Sigurðsson gekk í það heilaga við Como-vatn á Ítalíu í júní árið 2019. Ljósmynd/Instagram
mbl.is

LEIKIR Í DAG - 16. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 16. APRÍL

Útsláttarkeppnin