Evrópumeistararnir lögðu Finna

Vivianne Miedema hefur skorað 94 landsliðsmörk fyrir Holland.
Vivianne Miedema hefur skorað 94 landsliðsmörk fyrir Holland. AFP/Daniel Mihailescu

Ríkjandi Evrópumeistarar Hollands í knattspyrnu kvenna höfðu betur gegn Finnlandi, 2:0, í lokavináttulandsleik beggja liða í undirbúningi sínum fyrir EM 2022, sem hefst í næstu viku á Englandi.

Markahrókurinn magnaði, Vivianna Miedema, skoraði bæði mörk Hollands í leik dagsins.

Það fyrra kom eftir hálftíma leik og það síðara á 70. mínútu.

Miedema, sem leikur með Arsenal á Englandi, er einstakur markaskorari enda hefur hún nú skorað 94 mörk í 111 landsleikjum.

Holland, sem vann EM 2017 á heimavelli, er í C-riðli með Svíþjóð, Portúgal og Sviss.

Finnland er í B-riðli með Þýskalandi, Danmörku og Spáni.

EM 2022 hefst eftir fjóra daga, þann 6. júlí næstkomandi.

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 19. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 19. APRÍL

Útsláttarkeppnin