Væri á verri stað ef þær væru ekki hérna

„Ég bjóst alveg við því að þetta yrði erfitt en svo var ég ekki að spila og þá varð þetta ennþá erfiðara andlega,“ sagði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, í Dætrum Íslands, vefþætti mbl.is sem fram­leidd­ur er af Studio M.

Karólína, sem er tvítug, gekk til liðs við stórlið Bayern München í Þýskalandi í janúar á síðasta ári en hún átti ekki fast sæti í liði Bæjara á nýliðnu keppnistímabili.

„Þegar að ég lít til baka þá væri ég örugglega á verri stað andlega ef þær væru ekki hjá mér og það er allt annað líf að hafa þær hérna,“ sagði Karólína Lea meðal annars en þær Cecilía Rán Rúnarsdóttir og Glódís Perla Viggósdóttir gengu báðar til liðs við Bæjara á síðasta ári og því eru þrír Íslendingar í herbúðum félagsins í dag.

Karólína Lea er í nærmynd í áttunda þætti af Dætrum Íslands en hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan.

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 20. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 20. APRÍL

Útsláttarkeppnin