Amanda og Cecilía á lista yfir stjörnur framtíðarinnar

Amanda Andradóttir gegn Hollandi.
Amanda Andradóttir gegn Hollandi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Landsliðskonurnar Amanda Andradóttir og Cecilía Rán Rúnarsdóttir eru báðar á lista fréttamiðilsins GOAL yfir björtustu knattspyrnustjörnur framtíðarinnar. 

Listinn er gerður í aðdraganda Evrópumótsins og einungis leikmenn frá löndunum sem eru á mótinu eru á listanum.

Til þess að vera gjaldgengar á listann þurfa landsliðskonurnar að vera fæddar árið 2003 og síðar. 

Amanda, sem leikur hjá Kristianstad í Svíþjóð, er yngsti leikmaðurinn á EM í sumar, aðeins 18 ára gömul.

GOAL segir:

Hún er sóknarsinnaður miðjumaður sem er góð i að rekja boltann, skora mörk og með góða yfirsýn en helsti eiginleiki hennar er fótavinnan, sem leyfir henni að dansa léttilega framhjá varnarmönnum andstæðinganna.

Cecelía er einnig aðeins 18 ára gömul og spilar fyrir Bayern München í Þýskalandi. Hún var aðeins 13 ára gömul er hún lék sinn fyrsta meistaraflokksleik. 

Þrátt fyrir að vera aðeins 18 ára gömul er reynslan sem Cecilía er með hreint út sagt ótrúleg. Hún er góð á milli stanganna og sterk í teignum, en helsti styrkleikur hennar er hugafarið, sagði GOAL í stuttri umfjöllun um Cecilíu.

Cecilía Rán Rúnarsdóttir er einnig á listanum.
Cecilía Rán Rúnarsdóttir er einnig á listanum. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari
mbl.is

LEIKIR Í DAG - 25. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 25. APRÍL

Útsláttarkeppnin