Reyni að sitja sem lengst frá þjálfaranum

„Maður er búinn að vera aðeins á varamannabekknum,“ sagði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, í Dætrum Íslands, vefþætti mbl.is sem fram­leidd­ur er af Studio M.

Karólína, sem er tvítug, er samningsbundin stórliði Bayern München í Þýskalandi en hún átti ekki fast sæti í byrjunarliði þýska liðsins á nýliðnu keppnistímabili. 

„Ég er ekki með neitt fast sæti á bekknum en ég reyni að sitja sem lengst frá þjálfaranum,“ sagði Karólína meðal annars í léttum tón en þjálfarinn Jens Scheur, sem hafði stýrt liðinu frá árinu 2019, lét af störfum eftir keppnistímabilið.

Karólína Lea er í nærmynd í áttunda þætti af Dætrum Íslands en hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan.

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 20. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 20. APRÍL

Útsláttarkeppnin