Dætur Íslands: Guðrún Arnardóttir

Í níunda þætti af Dætrum Íslands heimsækjum við knattspyrnu- og landsliðskonuna Guðrúnu Arnardóttur, leikmann Rosengård í Svíþjóð.

Guðrún, sem er 26 ára gömul, gekk til liðs við Rosengård frá sænska úrvalsdeildarfélaginu Djurgården í júlí á síðasta ári.

Hún er uppalin á Ísafirði en hóf meistaraflokksferil sinn með Selfossi árið 2011 áður en hún gekk til liðs við Breiðablik árið 2012 þar sem hún varð tvívegis bikarmeistari og þrívegis bikarmeistari á sjö ára tímabili.

Alls á hún að baki 98 leiki í efstu deild með Selfossi og Breiðabliki þar sem hún hefur skorað 8 mörk.

Guðrún á að baki 19 A-landsleik fyrir Ísland þar sem hún hefur skorað eitt mark en hún lék sinn fyrsta landsleik gegn Japan í mars árið 2015, þá 19 ára gömul.

Hægt er að horfa á þáttinn um Guðrúnu í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 20. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 20. APRÍL

Útsláttarkeppnin