Undirbúningur fyrir EM í fullum gangi

Sveindís Jane á æfingu á Íslandi fyrir brottför.
Sveindís Jane á æfingu á Íslandi fyrir brottför. mbl.isEggert Jóhannesson

Undirbúningur A-landslið kvenna fyrir Evrópumótið heldur áfram í Þýskalandi. Ísland byrjaði undirbúninginn heima en fór svo til Póllands til að keppa vináttulandsleik við pólska landsliðið. Ísland vann leikinn 3:1.

Íslenska liðið heldur til Englands 6. júlí og fyrsti leikurinn er 10. júlí gegn Belgíu. Leikurinn verður spilaður í Manchester á akademíuvelli Manchester City.

Íslenska liðið er í riðli með Belgíu, Ítalíu og Frakklandi. Leikdagar Íslands eru 10. júlí á móti Belgíu, 14. júlí gegn Ítalíu á sama leikvangi og 18. júlí á móti Frakklandi á Rotherham-leikvanginum, New York Stadium.

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 23. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 23. APRÍL

Útsláttarkeppnin