Missir sú besta af EM?

Alexia Putellas haltraði af æfingu í dag.
Alexia Putellas haltraði af æfingu í dag. AFP/Lluis Gene

Alexia Putellas, besta knattspyrnukona heims um þessar mundir, haltraði meidd af æfingu spænska landsliðsins í dag og óvissa ríkir um þátttöku hennar í lokakeppni Evrópumótsins sem hefst á Englandi annað kvöld.

Samkvæmt spænskum fjölmiðlum virðist vera um að ræða meiðsli í hné en óvissa er hversu alvarleg þau eru.

Fjarvera hennar yrði gríðarlegt áfall fyrir spænska landsliðið sem er talið eiga möguleika á verðlaunasæti á mótinu. Putellas fékk Gullboltann, Ballon d'Or, á síðasta ári og var þá einnig kjörin besta knattspyrnukona heims af FIFA og besti leikmaður tímabilsins 2020-21 hjá UEFA en hún varð Evrópumeistari með Barcelona vorið 2021.

Spánn mætir Finnlandi í fyrsta leik sínum í B-riðli EM á föstudaginn en Þýskaland og Danmörk eru hin  tvö liðin í riðlinum.

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 18. ÁGÚST

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 18. ÁGÚST

Útsláttarkeppnin