Heimakonur unnu fyrsta leik EM

Ensku landsliðskonurnar Leah Williamson, Georgia Stanway og Rachel Daly fagna …
Ensku landsliðskonurnar Leah Williamson, Georgia Stanway og Rachel Daly fagna að leikslokum. AFP

England vann 1:0 sigur á Austurríki í fyrsta leik Evrópumóts kvenna í knattspyrnu í á Old Trafford í Manchester rétt í þessu. 

Uppselt var á völlinn en rétt undir 69 þúsund áhorfendur voru á vellinum sem er aðsóknarmet á Evrópumóti kvenna. 

Beth Mead setti sigurmarkið á 16. mínútu. 

Austurríki byrjaði leikinn af miklum krafti og pressaði enska liðið vel. Á 16. mínútu sendi Fran Kirby, leikmaður Chelsea, Beth Mead í gegn með flottri sendingu. Mead tók glæsilega á móti boltanum og vippaði yfir liðsfélaga sinn hjá Arsenal Manuela Zinsberger í markinu og inn fór boltinn. Glæsilegt fyrsta mark á mótinu. 

Eftir markið tók England yfir leikinn og fékk nokkur fín færi en inn vildi boltinn ekki, hálfleikstölur því 1:0.

Seinni hálfleikurinn var afskaplega rólegur og fátt um færi þar sem liðin vörðust vel og fleiri urðu mörkin ekki. Lokatölur því 1:0.

Noregur og Norður-Írland mætast svo í öðrum leik mótsins á morgun kl 19.

Næsti leikur Englands er gegn Noregi næsta mánudag. Austurríki mætir Norður-Írlandi í næsta leik sínum sama dag. 

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 25. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 25. APRÍL

Útsláttarkeppnin