„Íslenska hjartað getur fleytt þeim alla leið“

Hólmfríður Magnúsdóttir í leik Íslands og Noregs á EM 2009 …
Hólmfríður Magnúsdóttir í leik Íslands og Noregs á EM 2009 í Finnlandi. mbl.is/Golli

Hólmfríður Magnúsdóttir er afar bjartsýn fyrir hönd íslenska kvennalandsliðsins sem hefur keppni á Evrópumótinu á Englandi á sunnudaginn þegar það mætir Belgum í Manchester.

Sjálf lék Hólmfríður 113 landsleiki á sautján ára ferli með íslenska landsliðinu, er sú næstmarkahæsta frá upphafi með 37 mörk og fór með liðinu í lokakeppni EM í öll þrjú skiptin til þessa. Hún lék fyrst á EM árið 2009 og skoraði fyrsta mark Íslands í lokakeppni og svo fór hún aftur árin 2013 og 2017.

Hólmfríði líst vel á íslenska hópinn og telur enga í liðinu vera sérstakan lykilleikmann. ,,Við erum með svo svakalega mikla breidd að við munum eiginlega ekki þurfa að treysta á neina en það er mikilvægt að vera með Glódísi Perlu í vörninni og mér finnst við vera með mjög sterka miðju,“ sagði Hólmfríður og taldi upp reynsluboltana Söru Björk Gunnarsdóttur, Dagnýju Brynjarsdóttur og Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur þegar Morgunblaðið ræddi við hana um keppnina sem er framundan.

Cecilía á að vera í markinu

,, Ég ætla að segja að mér finnst að Cecilía ætti að vera í markinu. Með fullri virðingu fyrir Söndru þá er Cecilía búin að vera úti í eitt ár í Svíþjóð, er núna í einu af stærstu félögum í Evrópu og er búin að fá þvílíka reynslu. Stundum þarf bara að henda þessum stelpum í djúpu laugina og þá munu þær blómstra,“ sagði Hólmfríður.

Sandra Sigurðardóttir er markmaður Vals og hefur verið aðalmarkmaður landsliðsins. Cecilía Rán Rúnarsdóttir spilaði með Örebro í Svíþjóð á láni frá Everton á síðasta ári en hún var á dögunum að skrifa undir 4 ára samning við Bayern þar sem hún hefur verið á láni frá því í febrúar.

Viðtalið í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

LEIKIR Í DAG - 25. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 25. APRÍL

Útsláttarkeppnin