Landsliðið mætt til Englands

Sara Björk Gunnarsdóttir, Elín Metta Jensen og Dagný Brynjarsdóttir stilla …
Sara Björk Gunnarsdóttir, Elín Metta Jensen og Dagný Brynjarsdóttir stilla sér upp fyrir myndatöku. Ljósmynd/KSÍ

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu er mætt til Englands en liðið lenti á flugvellinum í Manchester síðdegis í dag.

Liðið hefur undanfarna daga æft í Herzogenaurach í Þýskalandi við frábærar aðstæður en Ísland mætir Belgíu í fyrsta leik sínum í D-riðli Evrópumótsins á akademíuvelli Manchester City í Manchester á sunnudaginn kemur.

Ásamt Íslandi og Belgíu leika Ítalía og Frakkland einnig í riðlinum en Ísland mætir Ítalíu hinn 14. júlí í Manchester og loks Frakklandi hinn 18. júlí í Rotherham.

Íslenska liðið mun dvelja í Crewe á meðan riðlakeppnin stendur en Evrópumótið hefst formlega í kvöld þegar heimakonur í Englandi taka á móti Austurríki í upphafsleik mótsins í A-riðli keppninnar á Old Trafford í Manchester.

Smelltu hér til að horfa á Dætur Íslands, vefþætti mbl.is um leikmenn íslenska kvennalandsliðsins.

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir.
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir. Ljósmynd/KSÍ
Elísa Viðarsdóttir og Sif Atladóttir.
Elísa Viðarsdóttir og Sif Atladóttir. Ljósmynd/KSÍ
Elín Metta Jensen.
Elín Metta Jensen. Ljósmynd/KSÍ
Glódís Perla Viggósdóttir, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Berglind Björg Þorvaldsdóttir og …
Glódís Perla Viggósdóttir, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Hallbera Guðný Gísladóttir. Ljósmynd/KSÍ
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir.
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir. Ljósmynd/KSÍ
mbl.is

LEIKIR Í DAG - 9. ÁGÚST

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 9. ÁGÚST

Útsláttarkeppnin