Metfjöldi áhorfenda á stórmót kvenna

Kvennalið Englands á síðustu æfingu sinni fyrir leikinn á Old …
Kvennalið Englands á síðustu æfingu sinni fyrir leikinn á Old Trafford. Lionesses/Twitter

EM kvenna í knattspyrnu byrjar í dag með leik Englands og Austurríkis. Leikurinn er klukkan 19:00 á íslenskum tíma og verður spilaður á heimavelli Manchester United, Old Trafford.

Uppselt er á upphafsleik Englands og Austurríkis en Old Trafford getur tekið 74.140 áhorfendur. Aldrei hefur verið svona mikil aðsókn á stórmót kvenna í knattspyrnu í Evrópu en það hafa verið seldir yfir 500.000 miðar á leiki á mótinu. 

Evrópumótið í ár er haldíð í England og hefst mótið í dag þegar England mætir Austurríki í leikhúsi draumanna. England og Austurríki eru í riðli A. Á morgun klárast svo fyrsta umferð A-riðils með leik Noregs og Norður-Írlands. Ísland er í D riðli og spilar því ekki fyrr en á sunnudag þegar stelpurnar mæta Belgíu kl 16:00 að íslenskum tíma. 


 

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 28. MARS

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 28. MARS

Útsláttarkeppnin