Ísland tvisvar í 8-liða úrslit

Íslenska landsliðið er komið til Manchester og mætir Belgíu fyrsta …
Íslenska landsliðið er komið til Manchester og mætir Belgíu fyrsta leik sínum á EM á sunnudaginn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ísland var í hópi þeirra sextán þjóða sem hófu fyrstu Evrópukeppni kvenna síðsumars árið 1982. Fjórar Norðurlandaþjóðir af þeim fimm sem áttu lið í keppninni voru í 1. riðlinum og íslenska liðið mætti Noregi í fyrsta leik í Tönsberg 18. ágúst.

Íslenska liðið, undir stjórn Sigurðar Hannessonar og Guðmundar Þórðarsonar, kom gríðarlega á óvart í Tönsberg, í aðeins öðrum landsleik sínum í sögunni, en leikurinn gegn Norðmönnum endaði 2:2. Ísland komst tvisvar yfir í fyrri hálfleik með mörkum Ástu B. Gunnlaugsdóttur og Rósu Valdimardóttur en norska liðið jafnaði í tvígang. Þetta reyndist hins vegar vera eina stig og einu mörk Íslands í keppninni.

Landsliðið var lagt niður

Ísland var ekki með í næstu þremur Evrópumótum en kvennalandslið Íslands var lagt niður um skeið seint á níunda áratug aldarinnar vegna bágrar fjárhagsstöðu KSÍ. EM 1987, 1989 og 1991 fóru fram án þess að Ísland væri með í undankeppninni.

Í maí 1992 lék Ísland sinn fyrsta mótsleik í níu ár, í undankeppni EM 1993, og tapaði þá 4:0 fyrir Englandi í Yeovil en gerði jafntefli við Skota, 0:0, í Perth þremur dögum síðar.

Í júní vann íslenska liðið síðan það skoska, 2:1, á Akranesi þar sem Halldóra Gylfadóttir og Ásta B. Gunnlaugsdóttir skoruðu í fyrri hálfleik og þar með var fyrsti EM-sigur Íslands í höfn. Lokaleikurinn, gegn Englandi á Kópavogsvelli, tapaðist naumlega, 1:2, þar sem enska liðið skoraði sigurmarkið á 88. mínútu.

Fullt hús stiga í riðlinum

Ísland sló í gegn í EM 1995 þegar metþátttaka var í undankeppninni þar sem 30 þjóðir tóku þátt. Liðunum var skipt í átta riðla, Ísland var í öðrum tveggja þriggja liða riðla, og gerði sér lítið fyrir og vann hann með fullu húsi stiga. Ísland, undir stjórn Loga Ólafssonar, fékk 12 stig, Holland 6 en Grikkland ekkert.

Greinin í heild sinni er í EM-blaðinu sem fylgir Morgunblaðinu í dag en blaðið er unnið í samvinnu við The Guardian á Englandi og fjórtán aðra fjölmiðla frá öllum þátttökuþjóðunum á EM 2022.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

LEIKIR Í DAG - 8. ÁGÚST

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 8. ÁGÚST

Útsláttarkeppnin