Það er full ástæða til þess að vera hóflega bjartsýnn á gengi Íslands í lokakeppni Evrópumóts kvenna í knattspyrnu sem hófst með upphafsleik Englands og Austurríkis í A-riðli kepninnar á Old Trafford í Manchester á Englandi í gær. Að mati undirritaðs í það minnsta.
Ísland leikur í D-riðli keppninnar ásamt Belgíu, Frakklandi og Ítalíu en fyrstu tveir leikir Íslands; gegn Belgíu og Ítalíu, fara fram í Manchester, 10. og 14. júlí. Þriðji leikurinn, gegn Frökkum, fer svo fram í Rotherham hinn 18. júlí.
Íslenska liðið var í 17. sæti heimslista Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, þegar hann var birtur síðast hinn 17. júní. Af liðunum í D-riðli eiga Frakkar að vera í sérflokki, sé tekið mið af heimslistanum en þar stitja þeir í 3. sætinu. Ítalir eru í 14. sætinu og Belgar eru tveimur sætum neðar en Ísland eða í 19. sæti.
Ef horft er til stöðu þeirra sextán liða sem taka þátt í lokakeppninni í ár, með heimslistann til hliðsjónar, er alveg ljóst að Ísland er í sterkasta riðlinum á mótinu þó fólk hafi ekki ennþá misst sig í tali um dauðariðla eða neitt slíkt. Enda er það algjör óþarfi.
Af hverju er þá tilefni til þess að vera hóflega bjartsýnn þegar Ísland er í sterkasta riðlinum á einu sterkasta lokamóti sem haldið hefur verið?
Greinin í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag
*Ítarlega er fjallað um keppnina í EM-blaðinu sem fylgir Morgunblaðinu í dag. Það er unnið í samvinnu við The Guardian á Englandi og fjölmiðla í hinum fjórtán löndunum sem eiga lið á EM.