Þegar 600 mættu á leik í átta liða úrslitum EM

Laugardalsvöllurinn var ekki svona þétt setinn 8. október 1994.
Laugardalsvöllurinn var ekki svona þétt setinn 8. október 1994. mbl.is/Hari

Hugsið ykkur hve margir áhorfendur myndu mæta á Laugardalsvöllinn í dag ef íslenska kvennalandsliðið í fótbolta myndi spila þar heimaleik gegn Englandi í átta liða úrslitum Evrópukeppninnar.

Það yrði örugglega uppselt á leikinn, 9.700 áhorfendur eða þar um bil, mörgum vikum fyrir slíkan stórleik.

En það muna kannski ekki margir eftir því að einmitt þetta gerðist 8. október árið 1994. Þá var Evrópukeppnin með öðru sniði, undankeppni í riðlum, leikin átta liða úrslit heima og heiman, og svo var fjögurra liða úrslitakeppni um Evrópumeistaratitilinn árið eftir.

En hversu margir mættu á þennan heimaleik gegn Englandi í október árið 1994? Áhorfendur voru 600 talsins. Já, sex hundruð, það vantar ekki núll. Mig minnir að það hafi þótt bara nokkuð gott á þeim tíma.

Bakvörðurinn í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

LEIKIR Í DAG - 11. ÁGÚST

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 11. ÁGÚST

Útsláttarkeppnin