Klukkutímahangs í varamannaskýlinu

„Það er í raun enginn munur á því að þjálfa stráka og stelpur,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, í Dætrum Íslands, vefþætti mbl.is sem framleiddur er af Studio M.

Þorsteinn, sem er 54 ára gamall, tók við landsliðinu í janúar á síðasta ári eftir að hafa stýrt kvennaliði Breiðabliks í sex tímabil en þar áður hafði hann meðal annars þjálfað hjá KR og Þrótti.

„Stærsti munurinn er kannski sá að þú missir af ákveðinni klefamenningu,“ sagði Þorsteinn.

„Ég og Ólafur Pétursson [markmannsþjálfari Breiðabliks og kvennalandsliðsins] hlógum alltaf að því að leiðinlegasti tíminn hjá okkur væri rétt eftir að ég hafði klárað þessa síðustu ræðu fyrir leik.

Við þurftum að finna okkur eitthvað svæði til að hanga á og á sumum völlum þurftum við sem dæmi að hanga inn í varamannaskýli í einhvern klukkutíma,“ sagði Þorsteinn meðal annars.

Þorsteinn er í nærmynd í lokaþættinum af Dætrum Íslands en hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan.

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 16. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 16. APRÍL

Útsláttarkeppnin