Gylfi Þór mætti á landsleikinn

Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson sá Ísland spila í Manchester í …
Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson sá Ísland spila í Manchester í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Gylfi Þór Sigurðsson mætti á leik Íslands og Ítalíu sem fór fram í Manchester-borg á Englandi í dag.

Fótbolti.net greindi frá.

Gylfi Þór hefur verið í farbanni síðan hann var handtekinn í júlí í fyrra grunaður um kynferðisbrot í Manchester-borg.

Þetta er í fyrsta sinn sem Gylfi hefur látið sjá sig opinberlega frá því hann var handtekinn. Frænka hans, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, leikur með íslenska landsliðinu og skoraði markið gegn Ítölum í dag.

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 4. DESEMBER

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 4. DESEMBER

Útsláttarkeppnin