Hafa ekki tapað gegn þeim síðan 1984

Linda Sembrant og liðsfélagar að fagna marki sínu gegn Belgíu …
Linda Sembrant og liðsfélagar að fagna marki sínu gegn Belgíu sem kom þeim í undanúrslit. AFP/Franick Fife

England og Svíþjóð mætast í undanúrslitum á Evrópumóti kvenna í knattspyrnu í kvöld. Enska landsliðið er ósigrað undir stjórn Sarinu Wiegman. Svíþjóð hefur ekki tapað keppnisleik fyrir Englandi síðan 1984.

England er ósigrað á mótinu og hefur ekki enn tapað leik síðan Sarina Wiegman tók við liðinu árið 2021. Hún greindist með kórónuveiruna og missti af lokaleik liðsins í riðlinum gegn Norður-Írlandi, en ensku stelpurnar létu það ekki stoppa sig og unnu leikinn gegn þeim 5:0 og þar með unnu þær alla leiki sína í riðlakeppninni.

Wiegman var mætt aftur til leiks þegar liðið mætti Spáni í 8-liða úrslitum. Sá leikur endaði 1:1 eftir 90 mínútna leik og farið var í framlengingu, Georgia Stanway skoraði svo sigurmark Englands á 96. mínútu.

„Sænsku stelpurnar eru mjög sterkar í föstum leikatriðum og við verðum undirbúnar fyrir það. Þær hafa einnig verið hættulegar í skyndisóknum og með mjög ákveðna framherjana, við erum viðbúnar því,“ segir Wiegman í viðtali við blaðamann UEFA um sænska liðið.

Sarina Wiegman að fanga með liði sínu eftir sigur á …
Sarina Wiegman að fanga með liði sínu eftir sigur á Spánverjum. AFP/Glyn Kirk

Svíþjóð fór taplaust úr riðlakeppninni en gerði jafntefli í leik sínum gegn Hollandi. Svíþjóð var í efsta sæti C-riðils og fékk Belgíu sem voru með Íslandi í riðli í 8-liða úrslitum. Þær sænsku unnu þann leik 1:0 og sigurmark leiksins skoraði Linda Sembrant. Hún spilar með Juventus og verður því liðsfélagi Söru Bjarkar Gunnarsdóttur á næsta tímabili. 

Kosovare Asllani, framherji Svíþjóðar sagði að það væri spennandi að keppa gegn heimaliðinu og að þær væru tilbúnar í áskorunina. „Við erum með leikplan og erum tilbúnar í ákafan leik á milli tveggja sterka liða, við erum Svíþjóð og við elskum að hlaupa og ætlum að gera það í dag,“ segir Asllani í viðtali við blaðamann UEFA.

Mikið af leikmönnum Svíþjóðar æfa eða hafa æft með enskum félögum svo margir leikmenn liðanna hafa æft saman eða keppt á móti hvor annarri. Leikurinn verður án efa mjög jafn og spennandi og hefst á Bramall Lane, heimavelli Sheffield United, klukkan 19.00 að íslenskum tíma.

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 6. DESEMBER

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 6. DESEMBER

Útsláttarkeppnin