Valin best og vann gullskóinn

Beth Mead með Evrópumeistaratitilinn.
Beth Mead með Evrópumeistaratitilinn. AFP

Englendingurinn Beth Mead var valinn besti leikmaður mótsins og vann jafnframt gullskóinn á Evrópumóti kvenna í knattspyrnu eftir úrslitaleikinn gegn Þýskalandi í dag. Leiknum lauk með 2:1 sigri Englands.

Beth Mead var með jafnmörg mörk og Þjóðverjinn Alexandra Popp fyrir leikinn, sex talsins. Popp meiddist í upphitun og lék því ekki leikinn. 

Mead náði þó ekki að skora í leiknum en hún vinnur gullskóinn samt vegna fleiri stoðsendinga, en Mead er með fjórar á móti engri hjá Popp. 

Þýski miðjumaðurinn Lena Oberdorf var svo valinn besti ungi leikmaður mótsins en hún var frábær í liði Þýskalands á mótinu. 

Lena Oberdorf í baráttunni við Ellen White.
Lena Oberdorf í baráttunni við Ellen White. AFP
mbl.is

LEIKIR Í DAG - 28. NÓVEMBER

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 28. NÓVEMBER

Útsláttarkeppnin
Loka