Mbappé: Það eina sem ég á eftir að gera með landsliðinu

Kylian Mbappé, fyrirliði franksa landsliðsins.
Kylian Mbappé, fyrirliði franksa landsliðsins. AFP/Frank Fife

Kylian Mbappé vill ólmur vinna hans fyrsta Evrópumót í fótbolta sem fyrirliði liðsins en hann tók við bandinu af Hugo Ll­or­is í fyrra.

„Ég vann HM og Þjóðardeildina. Þetta er það eina sem ég á eftir að gera með landsliðinu,“ sagði Mbappé en þetta er hans fyrsta stórmót sem fyrirliði Frakklands. Hann er aðeins 25 ára gamall og er næst yngsti fyrirliði á mótinu á eftir Dominik Szoboszlai, 23 ára fyrirliða Ungverjalands.

„Ég vill vinna EM. Þetta er mitt fyrsta stórmót sem fyrirliði svo þetta er virkilega mikilvægt fyrir mig og þetta er alltaf mikilvægt fyrir Frakkland. Við viljum að Frakkar séu stoltir af okkur,“ sagði Mbappé.

Frakkland mætir Austurríki í fyrsta leik liðsins á EM þann 17. júní en ásamt þeim eru Holland og Pólland í D-riðlinum.

mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin