Missir af EM vegna hálsbólgu

Aleksandar Pavlovic var í stóru hlutverki hjá Bayern á síðustu …
Aleksandar Pavlovic var í stóru hlutverki hjá Bayern á síðustu leiktíð. AFP/Michaela Stache

Aleksandar Pavlovic leikmaður Bayern München verður ekki með þýska landsliðinu á Evrópumótinu í knattspyrnu þarlendis vegna hálsbólgu. 

Emre Can leikmaður Dortmund kemur inn í hans stað en þeir eru báðir varnarsinnaðir miðjumenn. 

Pavlovic, sem er aðeins 20 ára gamall, var í stóru hlutverki hjá Bayern á síðasta tímabili.

Hann er hins vegar of veikur til að taka þátt á Evrópumótinu í heimalandinu. 

Þýskaland mætir Skotlandi í upphafsleik mótsins næstkomandi föstudagskvöld. 

mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin