Liverpool-maðurinn yngsti fyrirliði í sögu EM

Dominik Szoboszlai, til hægri, í leik með enska landasliðinu.
Dominik Szoboszlai, til hægri, í leik með enska landasliðinu. AFP/Attila Kisbenedek

 Dominik Szoboszlai, leikmaður Liverpool og fyrirliði ungverska landsliðsins er á sínum stað í byrjunarliði Ungverjalands sem mætir Sviss í A-riðli EM karla í fótbolta í dag.

Szoboszlai er aðeins 23 ára gamall og er yngsti fyrirliði í sögu Evrópumótsins. Hann er einn af fimm fyrirliðum á mótinu á þrítugsaldri en hinir eru ítalski Gianluigi Donnarumma og franski Kylian Mbappé sem eru 25 ára. Milan Skriniar frá Slóvakíu og Tomas Soucek frá Tékklandi eru svo 29 ára gamlir.

Cristiano Ronaldo, fyrirliði Portúgals, er elsti fyrirliði mótsins í ár en hann er 39 ára gamall.

Ungverjaland er í erfiðum riðli með Þýskalandi, Sviss og Skotlandi en Þýskaland vann Skotland, 5:1, í fyrsta leiknum í gærkvöld.

mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin