Mikill missir fyrir enska landsliðið

Harry Maguire, Jordan Pickford og Kieran Trippier, leikmenn enska landslisðins.
Harry Maguire, Jordan Pickford og Kieran Trippier, leikmenn enska landslisðins. AFP/Paul Ellis

Jordan Pickford, markmaður enska landsliðsins segir það mikill missir að hafa ekki Harry Maguire, leikmann Manchester United í leikmannahóp Englands fyrir EM karla í fótbolta 2024.

Maguire var að glíma við kálfameiðsli og var því ekki valinn í lokahóp Englands en hann var í æfingahópnum fyrir mótið.

„Við þekkjumst mjög vel innan og utanvallar og þetta er mikill missir fyrir liðið. Því miður er hann ekki hér vegna meiðsla og mér fannst mjög leiðinlegt að heyra það. 

Það þarf núna annar leikmaður að stíga upp í hans hlutverk. Það kemur maður í manns stað og við þurfum að vera tilbúnir,“ sagði Pickford á blaðamannafundi fyrir fyrsta leik Englands á EM sem er á morgun klukkan 19 gegn Serbíu.

mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin