Spánn valtaði yfir Króatíu

Spánn sigraði Króatíu, 3:0, í B-riðli Evrópumóts karla í knattspyrnu í Berlín í dag.

Þjóðirnar tvær eru í riðli með Ítalíu og Albaníu sem mætast í kvöld. Spánn er í efsta sæti í riðlinum með þrjú stig en Króatar í neðsta sæti án stiga. 

Álvaro Morata kom Spánverjum yfir á 29. mínútu. Fabián Ruiz kom með glæsilega stungusendingu á Morata sem kláraði af miklu öryggi framhjá Dominik Livakovic í marki Króata, 1:0.

Fabián Ruiz tvöfaldaði forystuna aðeins þremur mínútum síðar með frábæru marki. Ruiz fékk boltann á vítateigslínunni, lék á Luka Modric og Marcelo Brozovic og skoraði, 2:0.  

Á annarri mínútu í uppbótartíma í fyrri hálfleik kom Daniel Carvajal Spánverjum í 3:0. Lamine Yamal kom með flotta sendingu á nærstöngina sem Carvajal potaði í netið. Yamal varð yngstur í sögu Evrópumótsins til að gefa stoðsendingu, 16 ára og 339 daga gamall. 

Lamine Yamal fékk gott færi í byrjun síðari hálfleiks en Dominik Livakovic sá við honum. Stuttu síðar myndaðist darraðardans í teig Spánverja og á einhvern ótrúlegan hátt náðu Króatar ekki að koma boltanum yfir línuna. 

Þegar aðeins rúmar tíu mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma braut Rodri á varamanninum Bruno Petkovic og benti Michael Oliver á punktinn. Petkovic tók vítið og Unai Simon varði frá honum. Ivan Perisic tók frákastið, sendi boltann þvert fyrir markið og var það Petkovic sem potaði boltanum í netið. Markið fékk hins vegar ekki að standa þar sem Perisic var kominn inn í teiginn áður en spyrnan var tekin. Staðan því enn 3:0.

Byrjunarliðin: 

Spánn: (4-3-3)

Mark: Unai Simón 

Vörn: Dani Carvajal, Nacho Fernandez, Robin Le Normand, Marc Cucurella 

Miðja: Pedri (Dani Olmo 59.), Rodri (Martin Zubimendi 86.), Fabián Ruiz 

Sókn: Lamine Yamal (Ferran Torres 86.), Álvaro Morata (Mikel Oyarzabal 67.), Nico Williams (Mikel Merino 68.)

Króatía: (4-3-3) 

Mark: Dominik Livakovic 

Vörn: Josip Stanisic, Josip Sutalo, Marin Pongracic, Josko Gvardiol

Miðja: Mateo Kovacic (Luka Sucic 65.), Marcelo Brozovic, Luka Modric (Mario Pasalic 65.)

Sókn: Lovro Majer, Ante Budimir (Ivan Perisic 56.), Andrej Kramaric (Bruno Petkovic 72.)

mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin