Svisslendingar of góðir fyrir Ungverja

Breel Embolo skoraði þriðja mark Sviss.
Breel Embolo skoraði þriðja mark Sviss. AFP/Javier Soriano

Sviss hafði betur gegn Ungverjalandi, 3:1, í A-riðli Evrópumóts karla í knattspyrnu í Köln í Þýskalandi í dag.

Þjóðirnar tvær eru í riðli með Þýskalandi og Skotlandi sem mættust í gærkvöld, þar vann Þýskaland 5:1. Þýskaland er í efsta sæti riðilsins með þrjú stig, jafnmörg og Sviss í öðru. 

Ungverjaland er í þriðja og Skotland í fjórða, bæði án stiga. 

Miklir yfirburðir Sviss

Á 12. mínútu komst Sviss yfir, 1:0. Þá átti Michel Aebischer magnaða sendingu á framherjann Kwadwo Duah sem skoraði af öryggi einn gegn Peter Gulacsi. 

Markið var fyrst dæmt af vegna rangstöðu en svo kom í ljós að Duah var alls ekki rangstæður og markið gott og gilt. 

Svisslendingar fagna marki Michel Aebischer.
Svisslendingar fagna marki Michel Aebischer. AFP/Kirill Kudryavtsev

Ruben Vargas rændi boltanum af Ungverjum og var kominn einn gegn Gulacsi á 20. mínútu en markvörðurinn varði glæsilega. 

Aebischer tvöfaldaði forystu Svisslendinga á 45. mínútu. Þá fékk hann boltann í erfiðri stöðu utan teigs, kom sér í skotstöðu, og smellti boltanum í neðra fjærhornið. 

Glæsilegt mark og Svisslendingar miklu betri í fyrri hálfleik. 

Kwadwo Duah kom Sviss yfir.
Kwadwo Duah kom Sviss yfir. AFP/Angelos Tzortzinis

Ungverjar komu betur inn í seinni

Barnabas Varga fékk besta færi Ungverja á 63. mínútu þegar hann fékk góða sendingu frá Roland Sallai en skallaði boltann framhjá. 

Ungverjar minnkuðu síðan muninn þremur mínútum síðar og aftur var Varga á ferðinni. Þá stangaði hann fyrirgjöf Dominik Szoboszlai í netið, 2:1, og allt opið.

Barnabas Varga minnkaði muninn fyrir Ungverja.
Barnabas Varga minnkaði muninn fyrir Ungverja. AFP/Kirill Kudryavtsev

Frábær innkoma Embolo 

Breel Embolo skoraði hins vegar þriðja mark Svisslendinga á þriðju mínútu uppbótartíma síðari hálfleiksins með glæsilegri vippu yfir Gulacsi, 3:1, og sigur Sviss staðreynd. 

Sviss mætir næst Skotlandi en Ungverjar mæta gestgjöfum Þýskalands. 

Svisslendingurinn Silvan Widmer brýtur á Milos Kerkez.
Svisslendingurinn Silvan Widmer brýtur á Milos Kerkez. AFP/Javier Soriano
Ungverjinn Andras Schaefer í baráttunni við Svisslendinginn Remo Freuler.
Ungverjinn Andras Schaefer í baráttunni við Svisslendinginn Remo Freuler. AFP/Javier Soriano
Dominik Szoboszlai hitar upp.
Dominik Szoboszlai hitar upp. AFP/Kirill Kudryavtsev

Byrjunarliðin:

Ungverjaland: (3-4-3)

Mark: Peter Gulacsi
Vörn: Adam Lang (Bendeguz Bolla 46.), Willi Orban, Attila Szalai (Marton Dardai 79.)
Miðja: Attila Fiola, Adam Nagy (Laszlo Kleinheisler 67.), Andras Schafer, Milos Kerkez (Martin Adam 79.)
Sókn: Roland Sallai, Barnabas Vargas, Dominik Szoboszlai

Sviss: (3-4-3)

Mark: Yann Sommer
Vörn: Fabian Schär, Manuel Akanji, Ricardo Rodriguez
Miðja: Silvan Widmer (Leonidas Stergiou 68.), Granit Xhaka, Remo Freuler (Vincent Sierro 86.), Dan Ndoye (Fabian Rieder 86.)
Sókn: Michel Aebischer, Kwadwo Duah (Zeki Amdouni 68.), Ruben Vargas (Breel Embolo 74.)

Yann Sommer markvörður Sviss hitar upp.
Yann Sommer markvörður Sviss hitar upp. AFP/Javier Soriano
Stuðningsmenn Ungverja fyrir leik.
Stuðningsmenn Ungverja fyrir leik. AFP/Kirill Kudryavtsev
Stuðningsmenn Sviss reiðubúnir.
Stuðningsmenn Sviss reiðubúnir. AFP/Angelos Tzortzinis
mbl.is

NÆSTI LEIKUR - 14. JÚLÍ

Spánn
19:00
England

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Spánn
9. JÚLÍ
2 : 1
Frakkland
Útsláttarkeppnin

NÆSTI LEIKUR - 14. JÚLÍ

Spánn
19:00
England

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Spánn
9. JÚLÍ
2 : 1
Frakkland
Útsláttarkeppnin