Danska landsliðið neitaði launahækkun

Leikmannahópur danska landsliðsins fyrir EM 2024.
Leikmannahópur danska landsliðsins fyrir EM 2024. AFP/Ida Marie Odgaard

Danska karlalandsliðið neitaði launahækkun til þess að tryggja það að karla og kvennalandsliðið fái sömu laun.

Danska landsliðið skrifaði undir nýjan samning við knattspyrnusambandið sem gildir næstu fjögur ár. 

„Karlalandsliðið ákvað að breyta ekki núverandi samningi sínum. Þetta er frábært skref til þess að bæta kjör kvennalandsliðsins. Í stað þess að reyna bæta eigin kjör ákváðu þeir að styðja kvennalandsliðið,“ sagði Michael Hansen, framkvæmdastjóri leikmannasamtaka Danmerkur.

Andreas Christensen, Thomas Delaney, Christian Eriksen, Pierre-Emile Hojbjerg, Simon Kjær og Kaspar Schmeichel voru fulltrúar landsliðsins í samningaviðræðum. 

„Þegar við sýndum þeim plönin voru þeir mjög ánægðir. Þetta er það sem þeir vildu og þetta sýnir að þeir vilja axla ábyrgð. Þeim líkaði vel við hugmyndina að gefa kvennaliðinu betri tækifæri og aðstæður,“ sagði sagði Michael Hansen.

Danska karlalandsliðið mætir Slóvakíu klukkan 16.00 á EM í Þýskalandi í dag.

mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin