Keyrði í sex tíma til að ná í takkaskó fyrir EM

Ian Maatsen var kallaður seint inn í hollenska landsliðshópinn.
Ian Maatsen var kallaður seint inn í hollenska landsliðshópinn. AFP/Ina Fassbender

Pólland og Holland mætast í fyrsta leik D-riðils á Evrópumóti karla í knattspyrnu klukkan 13 í dag.

Liðin eru í riðli með Frakklandi og Austurríki og í mikilli baráttu um að komast upp úr riðlinum með Frakklandi sem er eitt sterkasta lið mótsins.

„Mér finnst ekkert eitt liði líklegast til þess að vinna mótið. Kannski Frakkland út af reynslu, þeir hafa þegar unnið stórmót en ég held að þetta verði mikil barátta og ég tel að nokkur lönd séu í baráttunni, þar á meðal Holland,“ sagði Ronald Koeman, þjálfari hollenska landsliðsins.

Hollenska liðið lenti í meiðslaveseni stuttu fyrir EM en Frenkie de Jong, leikmaður Barcelona og Teun Koopmeiners, leikmaður Atalanda, þurftu að draga sig úr hópnum vegna meiðsla.

Í þeirra stað komu Joshua Zirkzee, leikmaður Bolongna sem var í Disneyland þegar hann fékk símtalið um að koma á EM, og Ian Maatsen, leikmaður Dortmund sem var á snekkju hjá Mykonos.

Edward, faðir Maatsen keyrði í þrjá tíma til Dortmund að sækja takkaskónna fyrir son sinn og svo aðra þrjá tíma til Wolfsburg þar sem Hollenska landsliðið er.

mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin