Real leyfir Mbappé ekki að taka þátt í ÓL

Kylian Mbappé á blaðamannafundi í dag.
Kylian Mbappé á blaðamannafundi í dag. AFP/Frederic Scheidemann

Franski fótboltamaðurinn Kylian Mbappé sagði að Real Madrid leyfi honum ekki að taka þátt í Ólympíuleikunum sem fara fram í París í næsta mánuði.

Mbappé mun ganga til liðs við Real Madrid um mánaðamótin á frjálsri sölu þegar samningur hans við PSG rennur út.

Real Madrid telur að leikmenn sem taka þátt á Evrópumótinu eða Copa America skulu ekki taka þátt á Ólympíuleikunum.

„Félagið var mjög skýrt, svo frá þeirri stundu held ég að ég mun ekki taka þátt á leikunum,“ sagði Mbappé á blaðamannafundi í dag.

„Það er bara eins og það er, og ég skil það vel. Ég er að byrja hjá nýju liði, svo það er ekki besta leiðin til að byrja ævintýrið.“

Mbappé segist þó ætla að fylgjast með mótinu og mun styðja franska liðið til sigurs.

„Ég mun óska franska liðinu allra besta. Ég ætla að horfa á alla leiki. Ég vona að þeir taki heim gullmedalíu,“ sagði Mbappé.

Frakkland mætir Austurríki annað kvöld í D-riðli Evrópumótsins.

mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin