Auka blaðamannafundur til að tala um ömurlegan leik

Steve Clarke í leiknum gegn Þýskalandi.
Steve Clarke í leiknum gegn Þýskalandi. AFP/Fabrice Coffrini

Þýskaland valtaði yfir Skotland í upp­hafs­leik Evr­ópu­móts karla í knatt­spyrnu, 5:1 og Steve Clarke, þjálfari liðsins bað sjálfur um blaðamannafund í gær til þess að ræða leikinn svo það væri yfirstaðið.

Fyrir leik voru Þjóðverjar sigurstranglegri en skoska liðið gerði lítið til þess að stöðva aðgerðir þeirra. Þeir voru lélegir varnarlega og ekki hjálpaði það þegar miðvörðurinn, Ryan Porteous fékk rautt spjald.

„Ég gaf leikmönnum kannski of mikið af upplýsingum um hvað við gerum með boltann og án hans. Við ætlum að vinna í því og sjáum svo vonandi öðruvísi frammistöðu á miðvikudaginn.

Við vitum hvað fór úrskeiðis, hjá mér og hjá þeim. Þeir túlkuðu það sem ég sagði vitlaust og við höfum unnið í því.

Ég hef núna tekið nokkra í bakaríið og knúsað nokkra. Núna þurfum við að koma hópnum saman og láta þá skilja af hverju okkur gekk svona á föstudaginn og sjá til þess að þetta gerist ekki aftur,“ sagði Clarke.

Þjálfarinn bað blaðamenn um að gagnrýna Porteous of mikið vegna þess að hann gagnrýnir sjálfan sig nóg. „Hann er einn af þeim sem fékk knús. Ég útskýrði stöðuna, þetta lítur ekki vel út en hann vildi ekki fara í þessa tæklingu hann vildi bara koma í veg fyrir mark,“ sagði Clarke 

mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin