Erfiðisvinna framundan hjá enska landsliðinu

Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins.
Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins. AFP/Adrian Dennis

England vann fyrsta leik liðsins á Evrópumóti karla í knattspyrnu, 1:0, gegn Serbíu í gærkvöldi en Englendingar eru ekki sáttir með frammistöðu liðsins.

„Liðið er ennþá að ná saman, það eru allir að búast við því að við löbbum í gegnum þetta mót en það er mikil erfiðisvinna framundan. Það vantar upp á suma hluti en við erum að finna bestu lausnirnar.

Það kom margt flókið komið upp á í aðdragandanum en andinn í liðinu var góður í kvöld og það sáu það allir,“ sagði Gareth Southgate, þjálfari liðsins. 

England er einnig í riðli með Danmörku og Slóveníu sem gerðu 1:1 jafntefli í gær svo England er á toppi C-riðils með þrjú stig.

mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin