Rúmenía fór illa með Úkraínu

Nicolae Stanciu að fagna marki í dag.
Nicolae Stanciu að fagna marki í dag. AFP/

Rúmenía vann Úkraínu 3:0 í fyrsta leiknum í E-riðli Evrópumóts karla í knattspyrnu á velli Bayern í München.

Belgía og Slóvakía eru einnig í E-riðlinum og mætast síðar í dag.

Leikurinn fór hægt af stað og liðin skiptust á hálffærum og voru með góðan varnarleik þar til á 29. mínútu.  Nicolae Stanciu kom Rúmeníu yfir þegar Andriy Lunin fékk erfiða sendingu til baka frá varnarmanni sem var undir pressu.

Lunin sendi boltann beint á mótherja og Dennis Man sendi boltann á Stanciu sem kláraði færið glæsilega í þverslánna og inn. Óverjandi fyrir Lunin sem átti frábært tímabil með Real Madríd fyrir mótið.

Viðbrögð Andrei Ratiu við markinu sem Nicolae Stanciu skoraði.
Viðbrögð Andrei Ratiu við markinu sem Nicolae Stanciu skoraði. AFP/Miguel Medina

 Dragusin var nálægt því að skora sjálfsmark sem hefði jafnað leikinn á 36. mínútu þegar hann skallaði fyrirgjöf Mykhaylo Mudryk rétt yfir.

Rúmenía hélt svo áfram að sækja en Man skaut rétt framhjá og boltinn fór svo í slánna eftir hornspyrnu.

Annað mark Rúmena skoraði Razvan Marin á 53. mínútu. Rúmenar sóttu hratt og boltinn fór á Man sem ætlaði sjálfur í skot en missti boltann frá sér. Þá var Marin réttur maður á réttum stað og negldi boltanum í markið undir Lenin.

Razvan Marin skoraði annað mark Rúmeníu.
Razvan Marin skoraði annað mark Rúmeníu. AFP/Tobias Schwarz

 

Andriy Lunin missti boltann undir sig.
Andriy Lunin missti boltann undir sig. AFP/Ben Stansall

 

Aðeins fjórum mínútum síðar skoraði Dragus þriðja mark Rúmeníu eftir vel útfærða hornspyrnu. Þeir tóku hana stutt og Man bar boltann inn á teiginn, klobbaði varnarmann með sendingu á Dragus sem potaði boltanum í markið.

Á lokamínútum leiksins sótti Úkraína grimmt. Mudryk klúðraði flottu færi þegar hann skaut yfir á 84. mínútu, á 89. mínútu var Puscal nálægt því að skora sjálfsmark eftir hornspyrnu frá Malinovskyi og á annarri mínútu uppbótartímans skaut Yaremchuk ofan á þverslánna. Allt kom fyrir ekkert og Rúmenía hélt hreinu.

Byrjunarliðin:

Rúmenía (4-3-3):

Mark: Florin Nita
Vörn: Andrei Ratiu, Andrei Bruca, Ratu Dragusin, Nicusor Bancu
Miðja: Razvan Marin, Marius Marin (Adrian Rus 75.),  Nicolae Stanciu
Sókn: Dennis Man (Ianis Hagi 62.), Denis Dragus (George Puscas 75.), Florien Coman (Valentin Mihaila 62.)

Úkraína (4-3-3):

Mark: Andriy Lunin
Vörn: Oleksandr Zinchenko, Mykola Matviyenko, Illia Zabarnyi, Yukhym Konoplia (Oleksandr Tymchyk 72.)
Miðja: Mykola Shaparenko (Roman Yaremchuk 62.), Georgiy Sudakov (Ruslan Malinovsky 83.), Taras Stepanenko (Volodymyr Brazhko 62.)

Sókn: Mykhaylo Mudryk, Artem Dovbyk, Viktor Tsigankov (Andriy Yarmolenko 62.)

mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin