Skoraði á EM 1.100 dögum eftir hjartastoppið

Christian Eriksen að fagna markinu sem hann skoraði 1.100 dögum …
Christian Eriksen að fagna markinu sem hann skoraði 1.100 dögum eftir að hann fór í hjartastopp. AFP/Damien Meyer

Christian Erik­sen, leikmaður Manchester United og danska landsliðsins, skoraði mark Danmerkur í 1:1-jafntefli gegn Slóveníu í gær. Leikurinn var hans fyrsti á EM síðan hann fór í hjartastopp á mótinu árið 2021.

Eriksen fór í hjartastopp í leik gegn Finnlandi á síðasta Evrópumóti sem var fyrsti leikur liðsins á mótinu. „Ég er þegar búinn að spila fleiri leiki en ég gerði á síðasta Evrópumóti svo það er sigur fyrir mig,“ sagði Eriksen eftir leikinn.

„Það er mjög sérstakt að geta spilað með honum aftur. Ég samgleðst honum, og liðinu auðvitað en sérstaklega honum. Ekki bara í dag heldur alla daga. Að hann geti verið hérna með okkur hefur skapað eftirminnilegar minningar fyrir liðið,“ sagði Yussuf Poulsen, liðsfélagi Eriksen í danska landsliðinu sem var inni á vellinum þegar Eriksen fór í hjartastopp.

Dönsku leikmennirnir röðuðu sér í kringum Christian Eriksen á meðan …
Dönsku leikmennirnir röðuðu sér í kringum Christian Eriksen á meðan hann barðist fyrir lífi sínu á Parken árið 2021. AFP

Í gær voru 1.100 dagar liðnir frá því að hann hneig niður á vellinum. Danmörk komst alla leið í undanúrslit á mótinu síðast og er núna með eitt stig í C-riðli en næsti leikur liðsins er gegn Englandi á fimmtudaginn.

mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin