Frakkland hafði betur gegn Austurríki, 1:0, í fyrstu umferðinni í D-riðli Evrópumóts karla í knattspyrnu í Düsseldorf í Þýskalandi í kvöld.
Frakkar eru líkt og Hollendingar með þrjú stig í riðlinum en Austurríki er án stiga líkt og Pólland.
Frakkland mætir næst Hollandi á föstudaginn kemur. Austurríki mætir Póllandi fyrr þann dag.
Kylian Mbappé fékk gott færi á áttundu mínútum leiksins eftir að Adrien Rabiot þræddi hann í gegn. Skot Mbappé var hins vegar slakt og Patrick Pentz varði frá honum.
Christph Baumgartner fékk dauðafæri á 35. mínútu leiksins. Þá barst boltinn til hans en Mike Maginan, markvörður Frakka, var fljótur að átta sig og varði glæsilega.
Maximilian Wöber varð fyrir því óláni að skalla boltann í eigið net á 38. mínútu. Þá lék Mbappé sér að varnarmönnum Austurríkis, gaf boltann fyrir og þaðan fór hann af höfðinu á Wöber og í netið.
Mbappé fékk dauðafæri á 55. mínútu þegar hann slapp aleinn í gegn og hafði allan tímann í heiminum en setti boltann einhvern veginn fram hjá markinu.
Austurríki reyndi að sækja á Frakkland en franska liðið var of sterkt varnarlega. Þá fengu Frakkar mörg færi til að gera út um leikinn en fóru illa að ráði sínu.
Sjálfsmark Wöber dugði þó Frökkum sem unnu í kvöld.
Byrjunarliðin:
Austurríki: (4-5-1)
Mark: Patrick Pentz
Vörn: Stefan Posch, Kevin Danso, Maximilian Wöber (Gernot Trauner 59.), Philipp Mwene (Alexander Prass 88.)
Miðja: Konrad Laimer (Romano Schmid 90+1), Nicolas Seiwald, Christoph Baumgartner, Marcel Sabitzer, Florian Grillitsch (Patrick Wimmer 59.)
Sókn: Michael Gregoritsch (Marko Arnautovic 59.)
Frakkland: (4-3-3)
Mark: Mike Maignan
Vörn: Jules Koundé, Dayot Upamecano, William Saliba, Theo Hernández
Miðja: Antoine Griezmann (Yousouff Fofana 90.), N'Golo Kanté, Adrien Rabiot (Eduardo Camavinga 71.)
Sókn: Ousmane Dembélé (Randal Kolo Muani 71.), Marcus Thuram, Kylian Mbappé (Oliver Giroud 90.)