Tyrkneski knattspyrnumaðurinn Arda Güler sló 19 ára gamalt met Cristiano Ronaldo þegar að hann skoraði sigurmark Tyrklands gegn Georgíu í fyrstu umferð F-riðilsins á Evrópumótinu í knattspyrnu í Dortmund í Þýskalandi í dag.
Tyrkland vann leikinn 2:1 en mark Güler kom á 66. mínútu leiksins. Þá smellti hann boltanum í fjærhornið af tuttugu metra færi.
Güler varð um leið yngsti leikmaðurinn til að skora í sínum fyrsta leik á Evrópumótinu í sögu mótsins. Sló hann þar með met Cristiano Ronaldo sem fótboltastjarnan setti fyrir 19 árum.