Ekki tilbúinn í næsta leik Englands

Luke Shaw á æfingu með enska landsliðinu á dögunum.
Luke Shaw á æfingu með enska landsliðinu á dögunum. AFP/Adrian Dennis.

Sterkasti vinstri bakvörðurinn í enska landsliðshópnum, Luke Shaw, er ekki tilbúinn í leik liðsins gegn Danmörku á EM karla í knattspyrnu í Þýskalandi á morgun.

Shaw hefur ekki spilað fótboltaleik síðan í febrúar en Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins var að vonast til þess að hann gæti spilað þegar hann valdi hann í landsliðshópinn fyrir EM. Vonast var til þess að hann gæti spilað nokkrar mínútur í næsta leik en það mun ekki gerast sagði þjálfarinn á blaðamannafundi.

Kieran Trippier spilaði sem vinstri bakvörður í hans fjarveru í fyrsta leik Englands á EM en hann er að upplagi hægri bakvörður og er réttfættur. Joe Gomez, leikmaður Liverpool getur einnig leyst stöðuna eins og hann gerði í 26 mínútur gegn íslenska landsliðinu í vináttuleik fyrir mótið.

England vann fyrsta leik liðsins í C-riðli gegn Serbíu 1:0 og mætir Danmörku á morgun klukkan 16.00.

mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin