Þýskaland nánast tryggt í 16-liða

Þýskaland hafði betur gegn Ungverjalandi, 2:0 í baráttuleik í A-riðli Evrópumóts karla í knattspyrnu í Stuttgart og er komið áfram í 16-liða úrslit.

Þýskaland er með sex stig í toppsæti riðilsins en Ungverjaland er í þriðja sæti án stiga. 

Eftir aðeins 13 sekúndur kom fyrsta hættulega færi leiksins eftir misskilning í þýsku vörninni. Boltinn kom á lofti og Antonio Rudiger og Joshua Kimmich vissu ekki hvor ætlaði að taka boltann svo Ronald Sallai gerði það fyrir þá, hann spretti að þýska markinu en Manuel Neuer mætti og varði vel.

Manuel Neuer varði vel gegn Roland Sallai.
Manuel Neuer varði vel gegn Roland Sallai. AFP/Fabrice Coffrini

 Kai Havertz fékk svo fínt færi á 11. mínútu þegar hann var mættur inn í teig Ungverjalands, undir mikilli pressu frá Willi Orban en skaut að lokum beint á Péter Gulácsi í markinu.

Fyrsta mark leiksins kom svo á 22. mínútu þegar Ilkay Gundogan fékk boltann inni í teig en hann missti boltann smá frá sér og Orban komst fyrir boltann. Gundogan hljóp svo á Orban sem datt en ekkert var dæmt, Gundogan kom boltanum inn í teig og Jamal Musiala setti boltann í netið.

Ilkay Gundogan fór framhjá Peter Gulacsi fyrir markið.
Ilkay Gundogan fór framhjá Peter Gulacsi fyrir markið. AFP/Fabrice Coffrini

 Dom­inik Szo­boszlai var svo nálægt því að jafna metin fyrir Ungverjaland á 26. mínútu en Neuer varði glæsilega.

Musiala var svo nálægt því að skora annað mark Þýskalands á 44. mínútu eftir glæsilegt spil hjá þýska liðinu. Hann tók sér stöðu rétt fyrir innan vítateiginn og þrumaði boltanum í hliðarnetið. 

Ungverjaland setti boltan í netið á annarri mínútu í uppbótartíma fyrri hálfleiks eftir aukaspyrnu sem Szo­boszlai tók. Orban skallaði bolann á markið, Nauer varði hann út í teiginn og Sallai stökk á frákastið og setti boltann í netið en flaggið fór á loft. 

Gulácsi átti mikilvæga vörslu á 55. mínútu þegar Kroos fór í skot sem breytti um stefnu þegar boltinn fór í varnarmann en Gulácsi var snöggur að bregðast við og varði.

Eftir um klukkutíma var Vargra nálægt því að stanga boltann í netið eftir flotta fyrirgjöf frá Sallai en boltinn fór rétt yfir.

Barnabas Varga svekktur að ná ekki boltanum í netið eftir …
Barnabas Varga svekktur að ná ekki boltanum í netið eftir skallann. AFP/Lluis Gene

 Á 66. mínútu skoraði Gundogan annað mark Þýskalands eftir fyrirgjöf frá Mittelstadt. Flott spil hjá þýska liðinu leysti upp varnarleik Ungverja sem skildu Gundogan eftir aleinan inni í teignum og hann sendi boltann yfirvegaður í markið.

Ilkay Gundogan að fagna öðru marki Þýskalands en hann skoraði …
Ilkay Gundogan að fagna öðru marki Þýskalands en hann skoraði eitt og lagði upp annað í dag. AFP/Tomas Kienzle

Þýskaland lá í sókn eftir markið og átti tvö fín skot en Gulácsi varði vel frá Kimmich og Leroy Sané með mínútu millibili.

Kimmich bjargaði á línu á 90. mínútu en Nauer kom úr markinu til þess að mæta aukaspyrnu sem Szoboszlai tók, hann sló boltann út í teiginn og þeir náðu skot á markið en Kimmich varði á marklínu.

Stuttu síðar fór boltinn í höndina á Emre Chan og Ungverjar vildu víti en fengu það ekki.

Byrjunarliðin:

Þýskaland (4-3-3):

Mark: Manuel Neuer

Vörn: Joshua Kimmich, Antonio Rudiger, Jonathan Tah, Maximilian Mittelstaedt

Miðja: Robert Andrich (Emre Can 72.), Ilkay Gundogan (Deniz Undav 84.), Toni Kroos

Sókn: Jamal Musiala (Chris Fuhrich 72.), Kai Havertz (Niklas Fullkrugt 58.), Florian Wirtz (Leroy Sané 58.)

Ungverjaland: (3-4-3):

Mark: Péter Gulácsi

Vörn: Marton Dardai, Willi Orban, Attila Fiola

Miðja: Milos Kerkez (Zslot Nagy 75.), András Schafer, Ádám Nagy (Lászlo Kleinheisler 64.), Bendeguz Bolla (Martin Adams 75.)

Sókn: Ronald Sallai (Kevin Csoboth 87.), Barnabas Varga (Daniel Gazdag 87.), Dominik Szoboszlai

mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin