Lineker biður Lampard afsökunar

Gary Lineker
Gary Lineker AFP/Darren Staples

Gary Lineker hefur beðið Frank Lampard afsökunar en þessir fyrrverandi landsliðsmenn Englands fjalla um Evrópumótið í sjónvarpi fyrir BBC. Lineker gerði grín að þunnu hári Lampard.

Útsendingin fer fram fyrir framan Brandenburgarhliðið í Berlín en skilrúmi hefur verið stillt upp svo enginn geti gengið inn í mynd og truflað sjónvarpsútsendinguna. Lampard grínaðist með að ef skilrúmið yrði fjarlægt gæti fólk bara séð hnakkann á honum sem Lineker greip á lofti og sagði „Það vill enginn sjá hnakkann á þér, ekki þessa dagana allavega.“

Lampard brosti við en virtist síðan átta sig á að Lineker væri að gera grín að þunnu hári hans og brosið hvarf hratt af vörum hans. Lineker áttaði sig ekki á viðbrögðum Lampard fyrr en eftir að útsendingu lauk og segist ætla að biðja hann afsökunar.

„Frank er stórskemmtilegur og honum er alveg sama en ég mun biðja hann afsökunar. Hárið á honum er að þynnast auðvitað og sama á við um mig, ég meinti að það vildi enginn sjá hnakkana á okkur öllum, ekki bara honum.“

mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin