Xherdan Shaqiri hefur skorað á þremur heimsmeistaramótum og þremur Evrópumótum en aðeins þrír leikmenn höfðu afrekað það. Óhætt er að segja að Shaqiri sé óvænt nafn í þeim félagsskap.
Shaqiri skoraði í 1:1-jafntefli Sviss og Skotlands í gær og kom sér í hóp með Cristiano Ronaldo, Jürgen Klinsmann og Miroslav Klose sem einu mennirnir sem hafa skorað á þremur Evrópumótum og þremur heimsmeistaramótum.
Shaqiri lék áður fyrir Bayern München, Inter og Liverpool en leikur fyrir Chicago Rapids í bandarísku MLS-deildinni í dag. Hann sló í gegn hjá Basel í heimalandinu ungur að árum og hefur spilað 124 landsleiki fyrir Sviss.
Mörk Shaqiri eru yfirleitt glæsileg og hér að neðan má sjá fallegustu mörk hans á stórmótum í gegnum tíðina.
shaqiri_international_screamers.mp4 pic.twitter.com/xeIiOezfXT
— not a 🇩🇪 wartime consigliere (@1899INE) June 19, 2024