EM lokið hjá Tierney

Kieran Tierney
Kieran Tierney AFP/Angelos Tzortzinis

Kieran Tierney tekur ekki frekari þátt á Evrópumótinu en hann meiddist aftan í læri í jafntefli Skota og Sviss á miðvikudagskvöldið. Tierney snýr aftur til Arsenal þegar í stað.

Tierney var borinn af velli en þessi sömu meiðsli hafa plagað hann undanfarið ár. Tierney lék einungis tuttugu leiki fyrir Real Sociedad á tímabilinu þar sem hann var í láni þar sem hann meiddist í tvígang aftan í læri.

Skotar þurfa nauðsynlega á sigri að halda í sínum síðasta leik í riðlinum gegn Ungverjum.

mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin