Fer í læknisskoðun um helgina

Maatsen í úrslitaleik Meistaradeildarinnar með Dortmund gegn Real Madrid.
Maatsen í úrslitaleik Meistaradeildarinnar með Dortmund gegn Real Madrid. AFP/Ina Fassbender

Hollenski bakvörðurinn Ian Maatsen mun fara í læknisskoðun hjá Aston Villa um helgina. Þessu greinir félagskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano frá á samfélagsmiðlum sínum.

Maatsen er 22 ára gamall leikmaður Chelsea en hann var á láni hjá Borussia Dortmund á síðasta tímabili. Hann spilaði mikilvægt hlutverk í velgengni liðsins í Meistaradeildinni.

Maatsen mun fara í læknisskoðun í herbúðum Hollands í Þýskalandi en hann er partur af hollenska hópnum á EM í sumar.

Hér fyrir neðan má sjá X-færslu Fabrizio Romano. 

mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin