Georgía og Tékkland skildu jöfn

Georgía og Tékkland skildu jöfn, 1:1, þegar liðin mættust í annarri umferð F-riðils á Evrópumótinu í fótbolta í dag. 

Jafnteflið þýðir að liðin eru með eitt stig hvort. Tyrkland og Portúgal sem mætast á eftir eru með þrjú stig hvort. 

Tékkar hófu viðureignina af miklu krafti og kom skothríð að marki Georgíu en Giorgi Mamardashvili í marki Georgíu varði vel í tvígang.  

Adam Hlozek skoraði fyrir Tékkland á 23. mínútu en markið fékk ekki að standa þar sem boltinn fór í hendina á Hlozek. Boltinn datt fyrir Hlozek á fjærstönginni, hann skaut og varði Mamardashvili í hausinn á Hlozek og þaðan í hendina og síðan í netið. 

Skömmu síðar fékk Vaclav Cerny dauðafæri til að koma Tékklandi yfir eftir gott samspil á milli hans og Tomas Soucek en hann hitti boltann illa í skoti sínu. Markið hefði þó að öllum líkindum ekki fengið að standa þar sem Soucek var líklega fyrir innan. 

Í uppbótartíma fyrri hálfleiks fékk Georgía víti eftir að boltinn fór í höndina á tékkneska varnarmanninum Robin Hranac. Georges Mikautadze steig á punktinn og sendi Jindrich Stanek, markmann Tékklands, í vitlaust horn, 1:0. 

Aðeins mínútu síðar komst Patrick Schick í ágætis færi eftir góða hreyfingu en skot hans var frábærlega varið af Giorgi Mamardashvili, sem er búinn að vera frábær í marki Georgíu í dag. Staðan í hálfleik, 1:0 fyrir Georgíu. 

Tékkland jafnaði metin á 59. mínútu með marki frá Patrick Schick. Það kom eftir hornspyrnu frá Vladimir Coufal sem fann kollinn á varamanninum Ondrej Lingr en skalli hans endaði í stönginni. Boltinn datt þá fyrir Schick sem kassaði boltann í netið, 1:1.  

Varamaðurinn Mojmir Chytil var ekki langt frá því að koma Tékklandi yfir þegar rúmur stundafjórðungur var eftir af leiknum. Matej Jurasek kom með fyrirgjöf frá vinstri kantinum á Chytil en skalli hans var rétt framhjá. 

Tékkland fékk mörg færi til að komast yfir en Giorgi Mamardashvili, markmaður Georgíu, átti stórleik og var með 11 vörslur. 

Á lokamínútu leiksins fékk Georgía dauðafæri til að vinna leikinn í skyndisókn. Þá var það Giorgi Chakvetadze sem hljóp upp völlinn að teig Tékklands, renndi honum yfir á Saba Lobjanidze sem skaut en skot hans endaði yfir. 

Byrjunarliðin:

Georgía (3-5-2):

Mark: Giorgi Mamardashvili
Vörn: Solomon Kvirkvelia (Giorgi Gvelesiani 81.), Guram Kashia, Lasha Dvali
Miðja:Giorgi Tsitaishvili (Luka Lochoshvili 62.), Zuriko Davitashvili (Giorgi Chakvetadze 62.), Anzor Mekvabishvili, Giorgi Kochorashvili, Otar Kakabadze
Sókn: Georges Mikautadze (Giorgi Kvilitaia 88.), Khvicha Kvaratskhelia (Saba Lobjanidze 82.)

Tékkland (3-4-3):

Mark: Jindrich Stanek
Vörn: Tomas Holes, Robin Hranac, Ladislav Krejci
Miðja: Vladimir Coufal, Lukas Provod (Antonin Barak 81.), Tomas Soucek, David Jurasek (Petr Sevcik 81.)
Sókn: Vaclav Cerny (Matej Jurasek 55.), Patrik Schick (Mojmir Chytil 68.), Adam Hlozek (Ondrej Lingr 55.)

mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin