Öll lið með jafn mörg stig í E-riðli

Belgía höfðu betur gegn Rúmeníu, 2:0 í annarri umferð umferð E-riðils Evrópumóts karla í fótbolta í Köln í Þýskalandi.

Belgía, Rúmenía, Slóvakía og Úkraína eru nú öll með þrjú stig í riðlinum.

Belgía komst yfir eftir rétt rúma mínútu þegar Tielemans vann boltann á miðjum vellinum og kom honum upp völlinn. Boltinn endaði hjá Lukaku sem lagði boltann fyrir á Tielemans sem negldi boltanum í netið af vítateigslínunni.

 Rúmenía var nálægt því að jafna metin stuttu seinna þegar Dragusin náði skalla á markið en Koen Casteels varði. 

Radu Dragusin var nálægt því að jafna metin með þessum …
Radu Dragusin var nálægt því að jafna metin með þessum skalla. AFP/Kirill Kudryavtsev

Dodi Lukebakio átti flott skot á markið á 18. mínútu en Florin Nita var á tánum í markinu og varði vel. Kevin De Bruyne skapaði þetta glæsilega færi, hefði sjálfur getað farið í skot en sendi frekar á Lukebakio. Færin voru ekki fleiri í fyrri hálfleik sem endaði 1:0 fyrir Belgíu.

Á 48. mínútu voru Rúmenar nálægt því að jafna metin en eftir glæsilegan sprett upp völlinn og inn í teig Belga skaut Mihaila yfir.

De Bruyne komst í gott færi á 53. mínútu en eftir frábært spil upp völlinn hjá Belgum skaut hann rétt framhjá.

Fyrirliðinn De Bruyne var aftur í frábæru færi á 57. mínútu, hann hefði getað farið sjálfur í skot en sendi boltann fyrir markið en sendingin var aðeins of föst fyrir Doku. Lukaku náði svo ekki að pota boltanum í markið eftir frábæra aukaspyrnu frá fyrirliðanum mínútu síðar.

Lukaku hélt síðan að hann væri að skora annað mark Belgíu á 64. mínútu eftir frábæra sendingu frá De Bruyne upp völlinn. Lukaku komst þá einn á móti markmanni og setti hann með vinstri fæti í vinstra hornið en markið var tekið af honum vegn arangstöðu. Þetta var þriðja markið sem er dæmt af manninum á EM.

Romelu Lukaku að fagnar í þriðja sinn á EM marki …
Romelu Lukaku að fagnar í þriðja sinn á EM marki sem er ekki löglegt. AFP/Kirill Kudryavtsev

Nokkrum mínútum síðar gat Dennis Man jafnað leikinn fyrir Rúmeníu þegar hann mætti einn á móti Koen Casteels í markinu en hann gerði vel og varði frá honum.

De Bruyne kom svo Belgíu í 2:0 eftir sendingu upp allan völlinn frá markmanninum Casteels á 80. mínútu. Markmaður Rúmena, Nita mætti De Bruyne en miðjumaðurinn hafði betur í baráttunni og potaði boltanum í markið.

Trossard ætlaði að vera óeigingjarn á 83. mínútu þegar hann var í dauðafæri fyrir framan mark Rúmena en sá Lukaku með sér, reyndi að gefa hann fyrir en varnarmenn Rúmena náðu til hans á undan Lukaku.

Á 85. mínútu hreinsuðu Belgar á línu en laust skot frá Alibec var á leiðninni inn en Debast hreinsaði og leikurinn endaði 2:0.

Byrjunarliðin:

Belgía (4-3-3):

Mark: Koen Casteels
Vörn: Timothy Castagne, Wout Faes, Jan Vertonghen, Arthur Theate (Zeno Debast 77.)
Miðja: Youri Tielemans (Orel Mangala 72.), Kevin de Bruyne, Amadou Onana
Sókn: Dodi Lukebakio (Leandro Trossard 56.), Romelu Lukaku, Jérémy Doku (Yannis Carrasco 72.)

Rúmenía (4-3-3):

Mark: Florin Nita
Vörn: Andrei Ratiu (Deian Sorescu 90.), Radu Dragusin, Andrei Burca, Nicusor Bancu
Miðja: Razvan Marin, Marius Marin (Darius Olaru 68.), Nicolae Stanciu
Sókn: Dennis Man, Denis Dragus, Valentin Mihaila (Ianis Hagi 68.)

mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin