Portúgal vann riðilinn

Portúgal vann öruggan 3:0 sigur á Tyrklandi í annarri umferð F-riðils Evrópumóts karla í fótbolta í Dortmund í Þýskalandi í dag.

Portúgal er búið að vinna F-riðil en liðið er á toppi riðilsins með sex stig og fjóra í markatölu. Tyrkland er með þrjú stig í öðru sæti

Portúgal náði strax skoti á marrkið á annarri mínútu en Altay Bayindir varði skotið frá Cristiano Ronaldo.

Á sjöttu mínútu fengu Tyrkir frábært færi þegar  Zeki Celik sendi hættulegan bolta fyrir en Kerem Akturkoglu náði ekki að pota boltanum í netið.

Á áttundu mínútu stökk Ronaldo mun hærra en varnarmenn Tyrklands en náði ekki að stýra skallanum á markið.

Cristiano Ronaldo að vinna skallaeinvígi.
Cristiano Ronaldo að vinna skallaeinvígi. AFP/Kenzo Tribouillard

 Frábært spil upp völlin hjá Rafael Leao og Nuno Mendes skapaði fyrsta mark Portúgal sem Bernando Silva skoraði. Orkun Kokcu komst inn í fyrirgjöfina svo Ronaldo missti af boltanum en fyrir aftan hann var Silva sem þrumaði boltanum í netið, staðan þá 1:0 eftir um 20 mínútur.

Bernardo Silva að skora mark Portúgals.
Bernardo Silva að skora mark Portúgals. AFP/Kenzo Tribouillard

Tíu mínútum seinna sendi Joao Cancelo ömurlega sendinu upp völlinn og enginn hætta var á ferðinni þegar Samet Akaydin náði boltanum og sendi blindandi sendingu til baka, sem átti að fara á Akaydin en hann var kominn langt út út markinu. Akaydin og Celik reyndu að ná boltanum burt en hann fór inn í markið og staðan 2:0 eftir þessi hræðilegu mistök.

Samet Akaydin að skamma Altay Bayindir, þrátt fyrir að hann …
Samet Akaydin að skamma Altay Bayindir, þrátt fyrir að hann skoraði sjálfsmarkið. AFP/Kenzo Tribouillard

Tyrkland var nálægt því að minnka muninn en Diogo Costa varði vel stuttu eftir sjálfsmarkið þegar Kerem Akturkoglu komst í hættulegt færi.

Portúgal byrjaði seinni hálfleikinn mjög vel og þriðja mark liðsins kom eftir aðeins tíu mínútur. Ronaldo tók flott hlaup í gegn og hann og Bruno Fernandes voru mættir tveir á móti markmanni. Ronaldo sendi boltann á Fernandes sem gat ekki annað en skorað í opið markið. Staðan 3:0 eftir 55 mínútur og Portúgalar í þægilegri stöðu.

Byrjunarliðin:

Tyrkland (4-3-3):

Mark: Altay Bayindir
Vörn: Mehmet Zeki Celi, Samet Akaydin (Merih Demiral 75.), Abdulkerim Barakci, Ferdi Kadioglu
Miðja: Hakan Calhanoglu, Orkun Kökcu (Yusuf Yazici 46.), Kaan Ayhan (Ismail Yüksek 58.)
Sókn: Yunus Akgun (Adra Guler 70.), Baris Alper Yilmaz, Karem Akturkoglu (Kenan Yildiz  58.)

Portúgal (4-3-3):

Mark: Diogo Costa
Vörn: Joao Cancelo (Nélson Semedo 68.), Ruben Dias, Pepe, Nuno Mendes
Miðja: Bruno Fernandes, Joao Palhinha (Ruben Neves 45.), Vitinha (Joao Neves 88.)
Sókn: Rafael Leao (Pedro Neto 45.), Cristiano Ronaldo, Bernando Silva

mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin