Fullt af sjálfsmörkum á EM

Altay Bayindir og Zeki Celik reyndu að koma í veg …
Altay Bayindir og Zeki Celik reyndu að koma í veg fyrir sjálfsmarkið sem Samet Akaydin skoraði AFP/Kenzo TRibouillard

Hingað til hafa verið skoruð sex sjálfsmörk á Evrópumóti karla í fótbolta sem fer fram í Þýskalandi.

Antonio Rudiger skoraði fyrsta sjálfsmark mótsins í upphafsleiknum gegn Skotlandi í 5:1 sigri liðsins. Það var glæsilegt skallamark eftir aukaspyrnu sem Andrew Robertson tók.

Klaus Gjasula frá Albaníu, Maximilian Wöber frá Austurríki, Antonio Rüdiger frá Þýskalandi, Riccardo Calafiori frá Ítalíu, Robin Hranac frá Tékklandi og Samet Akaydin Tyrklandi, hafa allir skorað sjálfsmörk. Akaydin er sá eini sem hefur skorað sjálfsmark fyrir utan vítateig.

 

Gjasula skoraði sjálfsmark sem kom Króatíu yfir í leik liðana í B-riðli en hann jafnaði svo sjálfur metin fyrir Albaníu á fimmtu mínútu uppbótartímans.

Þrír leikmenn eru jafnir sem markahæstu menn mótsins með tvö mörk en það eru Jamal Musiala frá Þýskalandi, Georges Mikautadze frá Georgíu og Ivan Schranz. Ef ekki væri fyrir VAR myndbandsdómgæsluna þá væri Romelu Lukaku markahæsti maður mótsins en hann hefur skorað þrjú mörk sem hafa verið tekin af honum eftir skoðun.

Á síðasta Evrópumóti voru skoruð 11 sjálfsmörk sem var nýtt met sem enn er hægt að bæta.

mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin