Lokaumferð EM hefst í kvöld – Öll lið í A-riðli eiga möguleika

Skotar geta verið bjartsýnir ef þeir vinna í kvöld.
Skotar geta verið bjartsýnir ef þeir vinna í kvöld. AFP/Miguel Medina

Úrslitin í A-riðli á EM karla í fótbolta ráðast í kvöld og öll liðin í riðlinum eiga möguleika á því að komast áfram. 

Staðan í A-riðli núna er: Þýskaland 6 stig, Sviss 4 stig, Skotland 1 stig og Ungverjaland er án stiga.

Þýskaland er eina liðið í riðlinum sem er komið áfram í 16-liða úrslit en liðið mætir Sviss í kvöld. Liðið sem vinnur leikinn vinnur riðilinn.

Í hinum leiknum mætast Skotland og Ungverjaland í hreinum úrslitaleik til þess að komast áfram en fjögur lið með bestan árangur í þriðja sæti í riðli komast áfram í 16-liða úrslit.

Skotland á reyndar möguleika á því að vera í öðru sæti í A-riðli. Ef Skotar vinna Ungverjaland og Sviss tapar fyrir Þýskalandi og Skotar ná að laga hrikalegu markatölu liðsins eftir 5:1 tap í fyrsta leik.

Ef Skotland tapar þá eru þeir úr leik og sama á við um Ungverjaland.

Ef og kannski

Til dæmis ef Skotland vinnur 3:0 og Sviss tapar 3:0 þá kemst Skotland í annað sætið og fer beint áfram. Skotland þarf að skora mikið af mörkum til þess að komast áfram því ef það gerist að Sviss tapar 5:0 og Skotland vinnur 1:0 þá fer Sviss áfram því liðið hefur skorað fleiri mörk.

Svo ef Skotland vinnur 2:0 og Sviss tapar 4:0 þá er markatalan jöfn en Sviss fer áfram því þeir hafa hagað sér betur en Skotar sem fengu rautt spjald í fyrsta leik liðsins.

 Ungverjaland þarf að treysta á að aðrir leikir falli með þeim til þess að komast áfram ef þeir vinna.

Öll lið sem hafa verið með fjögur stig í þriðja sæti hafa komist áframí 16-liða á EM síðan að reglan kom svo Skotar geta verið bjartsýnir ef þeir vinna.

Leikirnir eru báðir klukkan 19 í kvöld.

mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin