16 ára stjarnan svaraði fyrir sig

Lamine Yamal að skora og Adrien Rabiot til varnar.
Lamine Yamal að skora og Adrien Rabiot til varnar. AFP/Miguel Medina

Lamine Yamal sem er aðeins 16 ára gamall skoraði glæsilegt mark fyrir Spán í 2:1-sigri liðsins gegn Frökkum og svaraði gagnrýni frá frönskum leikmanni eftir leikinn. 

„Við sjáum að Yamal er leikmaður sem kann að vera undir álagi. Hann er með fullt af góðum eiginleikum og spilar vel með félagsliðinu og á stórmótum.

Við ætlum ekki að leyfa honum að líða vel og sýna honum að til þess að komast í úrslitaleik þarf hann að gera miklu meira en hann hefur gert hingað til,“ sagði franski varnarmaðurinn Adrien Rabiot við blaðamenn á mánudaginn en honum fannst ekki nóg að drengurinn væri búinn að leggja upp þrjú mörk.

Á 21. mínútu fékk svo Yamal boltann, sólaði Rabiot og skoraði.

„Talaðu núna,“ sagði Yamal við myndavél á vellinum eftir leikinn. Á blaðamannafundi sagði hann svo að einstaklingurinn sem átti að fá þau skilaboð viti hver hann er.

mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin