Baðaður af Messi

Lamine Yamal fagnar markinu sögulega.
Lamine Yamal fagnar markinu sögulega. AFP/Javier Soriano

Gömul ljósmynd af stórstjörnunni Lionel Messi að baða ungan Lamine Yamal hefur vakið athygli síðustu daga en faðir Yamal birti myndina á Instagram-síðu sinni á dögunum. Ljósmyndarinn sem tók myndina sagði BBC söguna af þessari skemmtilegu ljósmynd.

Lamine Yamal varð yngsti markaskorari í sögu Evrópumótsins í fótbolta þegar hann jafnaði metin í 1:1 fyrir Spánverja með stórglæsilegu marki í fyrri hálfleik undanúrslitaleiks Spánverja og Frakka í München í gær. 

Lionel Messi.
Lionel Messi. AFP

Yamal er leikmaður Barcelona á Spáni en þegar hann var nýfæddur unnu foreldrar hans myndatöku með Messi í happdrætti. Joan Monfort, sjálfstætt starfandi ljósmyndari, er maðurinn sem tók myndina en hann segir það mjög góða tilfinningu og spennandi að eiga heiðurinn af þessari skemmtilegu ljósmynd.

Monfort hafði ekki hugmynd um að barnið væri Yamal fyrr en myndirnar birtust í fjölmiðlum í síðustu viku en hann man vel eftir myndatökunni.

„Messi var feiminn náungi, hann kom út úr klefanum og inn í annan klefa. Þar var vatnsbali úr plasti og ungabarn ofan í. Hann vissi ekki hvernig ætti að halda á barninu til að byrja með.“

View this post on Instagram

A post shared by MOUNIR (@hustle_hard_304)

mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin