Mbappé: Þetta var erfitt mót fyrir mig

Kylian Mbappé eftir leikinn í gær.
Kylian Mbappé eftir leikinn í gær. AFP/Franck Fife

Kylian Mbappé, fyrirliði franska landsliðsins, var slakur á Evrópumóti karla í knattspyrnu og liðið er núna dottið úr leik.

„Þetta var erfitt mót fyrir mig. Við vorum með það markmið að verða Evrópumeistarar en erum það ekki svo okkur mistókst.

Þetta er fótbolti, við verðum að halda áfram. Þetta hefur verið langt ár og nú ætla ég í frí og hvíla mig, það mun vera gott fyrir mig, ég mun reyna að koma sterkari til baka,“ sagði Mbappé eftir leikinn.

Mbappé byrjaði mótið á því að nefbrotna í fyrsta leik Frakklands gegn Austurríki og hann sagðist ekki þola grímuna sem hann þurfti að vera með í leikjunum þar á eftir. Hann var þó ekki með grímuna í gær en átti samt slakan leik.

Liðið skoraði aðeins eitt mark úr opnum leik á mótinu en hann hefur tekið flest skot af öllum leikmönnum en aldrei skorað.

Hann hefur átt erfitt tímabil fyrir PSG en félagið vissi að hann væri á förum í sumar og leyfði honum lítið að spila.

mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin